#kvikan

Partýbær í heilbrigðisráðuneytið

Kvikan með Þórunni og Þórði
Ritstjórn Kjarnans

Ný ríkisstjórn fékk erfiðleika í vöggugjöf þegar Bjarni Benediktsson varð uppvís að því að sitja á skýrslu um aflandseignir og skattsvik og segja síðan ósatt um það. Málið orsakaði mikinn titring innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, þar sem rúmlega fjórði hver stjórnarmaður lagðist gegn stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Kjarninn hefur fjallað ítarlega um efni skýrslunnar og mikilvægi hennar til að vera grundvöllur vitrænnar þjóðfélagsumræðu um eitt mesta þjóðfélagsmein landsins.

Sáttmálinn var hins vegar samþykktur og hægt er að túlka hann á marga vegu. Kvikufólkið fer yfir helstu atriði hans, kosti og galla, pólitíkina sem er hægt að lesa úr honum og ekki síður pólitíkina sem felst í ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins. Og svo auðvitað þá staðreynda að söngvarinn í HAM sé orðinn heilbrigðisráðherra Íslands.

Umsjónarmenn eru að venju Þórunn Elísabet Bogadóttir og Þórður Snær Júlíusson.

Auglýsing
Meira úr Kjarnanum