#kvikan

Partýbær í heilbrigðisráðuneytið

Kvikan með Þórunni og Þórði

Ný rík­is­stjórn fékk erf­ið­leika í vöggu­gjöf þegar Bjarni Bene­dikts­son varð upp­vís að því að sitja á skýrslu um aflandseignir og skatt­svik og segja síðan ósatt um það. Málið orsak­aði mik­inn titr­ing innan Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, þar sem rúm­lega fjórði hver stjórn­ar­maður lagð­ist gegn stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um efni skýrsl­unnar og mik­il­vægi hennar til að vera grund­völlur vit­rænnar þjóð­fé­lags­um­ræðu um eitt mesta þjóð­fé­lags­mein lands­ins.

Sátt­mál­inn var hins vegar sam­þykktur og hægt er að túlka hann á marga vegu. Kviku­fólkið fer yfir helstu atriði hans, kosti og galla, póli­tík­ina sem er hægt að lesa úr honum og ekki síður póli­tík­ina sem felst í ráð­herra­skipan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Og svo auð­vitað þá stað­reynda að söngv­ar­inn í HAM sé orð­inn heil­brigð­is­ráð­herra Íslands.

Umsjón­ar­menn eru að venju Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir og Þórður Snær Júl­í­us­son.

Auglýsing