Leiðréttingarskýrsla sýnir svart á hvítu hvernig 72,2 milljörðum króna var skipt á milli þjóðfélagshópa, og niðurstaðan er sú að tekju- og eignamesti hluti þjóðarinnar fékk langmest í sinni hlut. Umræðan um hana virðist eiga sér að mörgu leyti stað á grunni valkvæðra staðreynda (e. alternative facts).
Dramatíkin á þinginu er hafin með því að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan er komin í hár saman eftir tilraunir til að gera Lilju Alfreðsdóttur að formanni efnahags- og viðskiptanefndar hleyptu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana gefa til kynna að fram undan sé hvasst átakaþing þrátt fyrir að þingmálaskráin sé nokkuð rýr og fátt rifrildisvænt á henni.
Já, og svo eru íslenskir ráðamenn náttúrulega farnir að sjá óskilgrein tækifæri í bæði Brexit og Trump, líkt og þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sá viðskiptatækifæri í loftslagsbreytingunum. Þetta í Kviku vikunnar, sem kemur degi of seint í þetta sinn vegna veikinda umsjónarmanna. Þeir eru að venju Þórunn Elísabet Bogadóttir og Þórður Snær Júlíusson.