Í Kvikunni er farið yfir það listform að svara spurningum með einhverjum allt öðru en viðkomandi er spurður að. Listform sem forsætisráðherra virðist vera búinn að ná góðum tökum á. Þar er einnig farið ítarlega yfir kjaradeilur sjómanna og þann þrýsting sem kominn er á ríkisstjórnina um að taka þátt í að greiða laun sjómanna eða setja lögbann á yfirstandandi verkfall. Rætt er um áfengisfrumvarpið og farið yfir hvaða breytur hafi skipt mestu máli við að minnka ungmennadrykkju hérlendis.
Svo er auðvitað rætt við Magnús Halldórsson í Bandaríkjunum og farið yfir Trump-vikunnar. Hann greinir frá því að forsetinn virðist vera búinn að fá nánast allta efnahagslíf landsins á móti sér og það gnægtarborð valkvæðra staðreyndra sem fólkið í kringum Trump hefur boðið upp á.
Umsjónarmenn eru Þórunn Elísabet Bogadóttir og Þórður Snær Júlíusson.