#kvikan

Konur eru ekki hæfileikalausari en karlar

Þórður Snær og Þórunn Elísabet.

Krafa útgerð­ar­innar og valdra stjórn­mála­manna um að ríkið nið­ur­greiði hluta af launum sjó­manna er ekki almenn aðgerð og gæti mögu­lega verið á skjön við EES-­samn­ing­inn. Í deil­unni er þó verið að beita sjó­mönnum fyrir stór­út­gerð­ina með svip­uðum hætti og þegar flot­anum var siglt í land árið 2012 til að mót­mæla veiði­gjöld­um. Á meðan eru stór­út­gerð­ar­menn orðnir ævin­týra­lega ríkir á evr­ópskum mæli­kvarða og dæla pen­ingum í stjórn­mála­flokka- og -menn og fjöl­miðla til að verja hags­muni sína. Málið er enn eitt dæmið um þær sýni­legu sprungur sem mynd­ast hafa í við­kvæmu stjórn­ar­sam­starfi óvin­sællar rík­is­stjórnar á þeim rúma mán­uði sem hún hefur starf­að.

Karlar stýra nær öllum pen­ingum á Íslandi. Á því er ekki að verða nein breyt­ing og ekki er sýni­legur vilji til að rugga þeim karllæga heimi. Und­ir­liggj­andi er sú skoðun að konur séu bara ekki jafn hæfi­leik­a­ríkar og karl­ar. Eða að þær séu bara lat­ar. Sem er bæði bull.

Svo er Trump að takast að slá öll met í þvælu og er að ná óvin­sældum sem eru vart þekktar hjá vest­rænum stjórn­völdum á fyrstu metrum stjórn­ar­tíð­ar, ef frá er skilin sitj­andi rík­is­stjórn á Íslandi.

Þetta og allt hitt í Kviku vik­unnar með Þór­unni Elísa­betu Boga­dóttur og Þórði Snæ Júl­í­us­syni.

Auglýsing