#kvikan

Konur eru ekki hæfileikalausari en karlar

Þórður Snær og Þórunn Elísabet.
Ritstjórn Kjarnans

Krafa útgerðarinnar og valdra stjórnmálamanna um að ríkið niðurgreiði hluta af launum sjómanna er ekki almenn aðgerð og gæti mögulega verið á skjön við EES-samninginn. Í deilunni er þó verið að beita sjómönnum fyrir stórútgerðina með svipuðum hætti og þegar flotanum var siglt í land árið 2012 til að mótmæla veiðigjöldum. Á meðan eru stórútgerðarmenn orðnir ævintýralega ríkir á evrópskum mælikvarða og dæla peningum í stjórnmálaflokka- og -menn og fjölmiðla til að verja hagsmuni sína. Málið er enn eitt dæmið um þær sýnilegu sprungur sem myndast hafa í viðkvæmu stjórnarsamstarfi óvinsællar ríkisstjórnar á þeim rúma mánuði sem hún hefur starfað.

Karlar stýra nær öllum peningum á Íslandi. Á því er ekki að verða nein breyting og ekki er sýnilegur vilji til að rugga þeim karllæga heimi. Undirliggjandi er sú skoðun að konur séu bara ekki jafn hæfileikaríkar og karlar. Eða að þær séu bara latar. Sem er bæði bull.

Svo er Trump að takast að slá öll met í þvælu og er að ná óvinsældum sem eru vart þekktar hjá vestrænum stjórnvöldum á fyrstu metrum stjórnartíðar, ef frá er skilin sitjandi ríkisstjórn á Íslandi.

Þetta og allt hitt í Kviku vikunnar með Þórunni Elísabetu Bogadóttur og Þórði Snæ Júlíussyni.

Auglýsing

Virði landbúnaðarins eykst milli ára og var 66 milljarðar

Landbúnaður í landinu hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Heildarframleiðsluviði hans jókst milli ára.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 20:55

Sjö reikistjörnur á stærð við jörðina finnast

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1. Frá þessu greindi NASA rétt í þessu.
Erlent 22. febrúar 2017 kl. 18:30
Guðmundur Ólafsson

Nýjar fréttir – Forsætisráðherra viðurkennir mismunun

22. febrúar 2017 kl. 17:00
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 15:57
Kvikan
Kvikan

Einkavæðing af því bara

22. febrúar 2017 kl. 14:58
Markaðsvarpið
Markaðsvarpið

Microsoft á Íslandi og sýndarveruleikinn

22. febrúar 2017 kl. 13:09

Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 13:00

Svanhildur Konráðsdóttir ráðin forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir var talin hæfust 38 einstaklinga til að vera forstjóri Hörpu. Hún tekur við 1. maí næstkomandi.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 12:03