#kvikan

Mikill vandi sem við erum búin að koma okkur í á húsnæðismarkaði

Kvikan er komin í sjón­varp, og heitir þar Kjarn­inn. Von­andi er það ekki of rugl­ings­legt, en hægt er að horfa á þátt­inn á Hring­braut þar sem hann er frum­sýndur á mið­viku­dags­kvöld­um. Upp­legg þátt­ar­ins er að eitt mál verður tekið fyrir í hverjum þætti og það greint. Í síð­ari hluta hvers þáttar kemur svo við­mæl­andi sem svarar spurn­ingum um mál­ið. Þætt­irnir verða að sjálf­sögðu áfram aðgengi­legir fyrir þá sem vilja hlusta en ekki horfa í hlað­varpi Kjarn­ans.

Í fyrsta þætti ræða Þórður Snær Júl­í­us­son og Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir um hús­næð­is­mál. Af hverju er neyð­ar­á­stand á hús­næð­is­mark­aði, á hvaða hópum bitnar það hel­st, hverjir græða á því og hvað er hægt að gera?

Í síð­ari hluta þátt­ar­ins situr Þor­steinn Víglunds­son, ráð­herra hús­næð­is­mála, fyrir svörum og segir frá þeim aðgerðum sem eru í und­ir­bún­ingi vegna vand­ans. Þær eru margar hverjar rót­tæk­ar.

Auglýsing