Íslenskt bankakerfi stendur á tímamótum. Búið er að endurskipuleggja heimilin og atvinnulífið, leysa út kröfuhafavandanum og lyfta höftum. Nú er hafin tilfærsla á eign bankakerfisins úr öruggum hrammi ríkisins, eða regluverks sem hindraði beina aðkomu erlendra vogunarsjóða að rekstri íslenskra viðskiptabanka.
Þessi tilfærsla er komin af stað án þess að pólitísk umræða og stefnumörkum hafi átt sér stað um hvernig bankakerfi við þurfum og viljum á Íslandi. Eina stefnan virðist vera sú að einhver annar en ríkið eigi að eiga bankana. Þetta er til umræðu þætti vikunnar.
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, situr fyrir svörum um hvernig bankakerfið sé og þurfi að þróast. Umsjónarmenn þáttarins eru Þórður Snær Júlíusson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.