Kvikan snýr nú aftur í hlaðvarp Kjarnans. Um er að ræða hljóðrás sjónvarpsþáttar Kjarnans sem frumsýndur er á Hringbraut á miðvikudagskvöldum klukkan 21. Hægt er að sjá brot úr sjónvarpsþættinum hér.
Viðfangsefni þáttarins eru erlendir ríkisborgarar sem setjast að á Íslandi, en þeim hefur fjölgað með fordæmalausum hætti á skömmum tíma. Um er að ræða eina mestu samfélagsbreytingu sem orðið hefur á Íslandi. Umsjónarmaður þáttarins er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og viðmælendur hans eru Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og verkefnisstjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, og Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður og verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Breiðholts.