Kvikan snýr aftur: Stærsta samfélagsbreyting sem orðið hefur á Íslandi

Kvikan snýr nú aftur í hlað­varp Kjarn­ans. Um er að ræða hljóðrás sjón­varps­þáttar Kjarn­ans sem frum­sýndur er á Hring­braut á mið­viku­dags­kvöldum klukkan 21. Hægt er að sjá brot úr sjón­varps­þætt­inum hér.

Við­fangs­efni þátt­ar­ins eru erlendir rík­is­borg­arar sem setj­ast að á Íslandi, en þeim hefur fjölgað með for­dæma­lausum hætti á skömmum tíma. Um er að ræða eina mestu sam­fé­lags­breyt­ingu sem orðið hefur á Íslandi. Umsjón­ar­maður þátt­ar­ins er Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og við­mæl­endur hans eru Edda Ólafs­dótt­ir, félags­ráð­gjafi og verk­efn­is­stjóri hjá vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, og Nichole Leigh Mosty, fyrr­ver­andi þing­maður og verk­efna­stjóri hjá þjón­ustu­mið­stöð Breið­holts.

Auglýsing