Efnahagsmál á breiðum grunni er umfjöllunarefni Kviku vikunnar. Gestur þáttarins er Már Guðmundsson seðlabankastjóri sem svarar spurningum um skipan eftirmanns síns, segir frá því hversu heppin Íslendingar hafa verið á undanförnum árum og ræðir breytingar sem eru framundan á bankakerfinu, svo fátt eitt sé nefnt.
Umsjónarmaður er að venju Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Kvikan er hljóðrás af sjónvarpsþætti Kjarnans sem frumsýndur er á Hringbraut á miðvikudögum klukkan 21.