Kjaramál, stéttabarátta, ofurlaun, græðgi, misskipting, þjóðernispopúlismi, skattkerfisbreytingar og ýmislegt annað er umfjöllunarefni Kviku vikunnar. Gestir þáttarins eru Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, og Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar.
Umsjónarmaður er að venju Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Kvikan er hljóðrás af sjónvarpsþætti Kjarnans sem frumsýndur er á Hringbraut á miðvikudögum klukkan 21.