Heilbrigðismál og hið pólitíska landslag er umfjöllunarefni Kviku vikunnar. Gestur Kviku vikunnar er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Þar ræðir hún meðal annars vítt og breitt um heilbrigðismál, hvers sé að vænta í þeim málaflokki á komandi misserum og hverjar helstu áherslur hennar sem ráðherra verða. Auk þess fer hún yfir ríkisstjórnarsamstarfið og ræðir þann efa sem hún hafði gagnvart samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Umsjónarmaður er að venju Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Kvikan er hljóðrás af sjónvarpsþætti Kjarnans sem frumsýndur er á Hringbraut á miðvikudögum klukkan 21.