Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank

Í þætti dags­ins er á dag­skrá sívax­andi söfn­uður kaþ­ólsku kirkj­unn­ar, álits­hnekkir Íslands eftir að hafa lent á gráum lista FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn pen­inga­þvætti og hvernig Deutsche Bank taldi að „skað­leg umfjöll­un“ um sam­komu­lag sem bank­inn gerði við Kaup­þing í lok árs 2016 myndi valda kerf­is­á­hættu fyrir heim­inn – hvorki meira né minna. 

Í síð­ustu viku lenti Ísland á þessum umtal­aða gráa lista sam­tak­anna Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn pen­inga­þvætti en Kjarn­inn hefur fjallað gríð­ar­lega mikið um þessi mál­efni á und­an­förnum miss­er­um. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í síð­ustu viku í sam­tali við frétta­stofu RÚV að það yrðu gríð­ar­leg von­brigði ef Ísland lenti á gráum lista um ósam­vinnu­þýð lönd. Hún sagði enn fremur að hún teldi að þarna væri verið að bregð­ast ansi hart við þeirri stöðu sem raun­veru­lega væri uppi.

Kaþ­ólski söfn­uð­ur­inn hefur vaxið gíf­ur­lega hratt hér á landi á síð­ustu árum. Kaþ­ólska kirkjan er í dag annað stærsta trú­fé­lag lands­ins með yfir 14.400 ein­stak­linga skráða í söfn­uð­inn. Þessa aukn­ingu má rekja beint til gríð­ar­legrar fjölg­unar erlendra rík­­­is­­­borg­­­ara á Íslandi, en stærstu hóp­­­arnir sem hingað flytja koma frá löndum þar sem kaþ­ólska kirkj­an er sterk. En hvernig gengur til að mynda að aðlaga trú­ar­menn­ingu sem þessa hér á landi?

Í þriðja lagi er fjallað um Deutsche Bank og vand­ræði hans. Kjarn­inn skýrði frá því að bank­inn hefði talið að „skað­leg umfjöll­un“ um sam­komu­lag sem hann gerði við Kaup­þing í lok árs 2016 myndi valda kerf­is­á­hættu fyrir heim­inn. Bank­inn fór sem sagt fram á algjöra leynd yfir inni­haldi sam­komu­lags vegna hins svo­kall­aða CLN-­máls. Mjög mik­il­vægt væri að inni­hald sam­komu­lags­ins myndi ekki koma fyrir augu almenn­ings og að ekki myndi spyrj­ast út hvað bank­inn hefði gert. Afleið­ing­arnar gætu valdið kerf­is­lægri áhættu gagn­vart efna­hag Þýska­lands, Evr­ópu­sam­bands­ins og heims­ins alls. 

Bára Huld Beck stýrir þætt­inum í dag en með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Birna Stef­áns­dótt­ir, blaða­mað­ur. Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023