Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank

Í þætti dags­ins er á dag­skrá sívax­andi söfn­uður kaþ­ólsku kirkj­unn­ar, álits­hnekkir Íslands eftir að hafa lent á gráum lista FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn pen­inga­þvætti og hvernig Deutsche Bank taldi að „skað­leg umfjöll­un“ um sam­komu­lag sem bank­inn gerði við Kaup­þing í lok árs 2016 myndi valda kerf­is­á­hættu fyrir heim­inn – hvorki meira né minna. 

Í síð­ustu viku lenti Ísland á þessum umtal­aða gráa lista sam­tak­anna Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn pen­inga­þvætti en Kjarn­inn hefur fjallað gríð­ar­lega mikið um þessi mál­efni á und­an­förnum miss­er­um. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í síð­ustu viku í sam­tali við frétta­stofu RÚV að það yrðu gríð­ar­leg von­brigði ef Ísland lenti á gráum lista um ósam­vinnu­þýð lönd. Hún sagði enn fremur að hún teldi að þarna væri verið að bregð­ast ansi hart við þeirri stöðu sem raun­veru­lega væri uppi.

Kaþ­ólski söfn­uð­ur­inn hefur vaxið gíf­ur­lega hratt hér á landi á síð­ustu árum. Kaþ­ólska kirkjan er í dag annað stærsta trú­fé­lag lands­ins með yfir 14.400 ein­stak­linga skráða í söfn­uð­inn. Þessa aukn­ingu má rekja beint til gríð­ar­legrar fjölg­unar erlendra rík­­­is­­­borg­­­ara á Íslandi, en stærstu hóp­­­arnir sem hingað flytja koma frá löndum þar sem kaþ­ólska kirkj­an er sterk. En hvernig gengur til að mynda að aðlaga trú­ar­menn­ingu sem þessa hér á landi?

Í þriðja lagi er fjallað um Deutsche Bank og vand­ræði hans. Kjarn­inn skýrði frá því að bank­inn hefði talið að „skað­leg umfjöll­un“ um sam­komu­lag sem hann gerði við Kaup­þing í lok árs 2016 myndi valda kerf­is­á­hættu fyrir heim­inn. Bank­inn fór sem sagt fram á algjöra leynd yfir inni­haldi sam­komu­lags vegna hins svo­kall­aða CLN-­máls. Mjög mik­il­vægt væri að inni­hald sam­komu­lags­ins myndi ekki koma fyrir augu almenn­ings og að ekki myndi spyrj­ast út hvað bank­inn hefði gert. Afleið­ing­arnar gætu valdið kerf­is­lægri áhættu gagn­vart efna­hag Þýska­lands, Evr­ópu­sam­bands­ins og heims­ins alls. 

Bára Huld Beck stýrir þætt­inum í dag en með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Birna Stef­áns­dótt­ir, blaða­mað­ur. Auglýsing
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020