Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank

Í þætti dags­ins er á dag­skrá sívax­andi söfn­uður kaþ­ólsku kirkj­unn­ar, álits­hnekkir Íslands eftir að hafa lent á gráum lista FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn pen­inga­þvætti og hvernig Deutsche Bank taldi að „skað­leg umfjöll­un“ um sam­komu­lag sem bank­inn gerði við Kaup­þing í lok árs 2016 myndi valda kerf­is­á­hættu fyrir heim­inn – hvorki meira né minna. 

Í síð­ustu viku lenti Ísland á þessum umtal­aða gráa lista sam­tak­anna Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn pen­inga­þvætti en Kjarn­inn hefur fjallað gríð­ar­lega mikið um þessi mál­efni á und­an­förnum miss­er­um. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í síð­ustu viku í sam­tali við frétta­stofu RÚV að það yrðu gríð­ar­leg von­brigði ef Ísland lenti á gráum lista um ósam­vinnu­þýð lönd. Hún sagði enn fremur að hún teldi að þarna væri verið að bregð­ast ansi hart við þeirri stöðu sem raun­veru­lega væri uppi.

Kaþ­ólski söfn­uð­ur­inn hefur vaxið gíf­ur­lega hratt hér á landi á síð­ustu árum. Kaþ­ólska kirkjan er í dag annað stærsta trú­fé­lag lands­ins með yfir 14.400 ein­stak­linga skráða í söfn­uð­inn. Þessa aukn­ingu má rekja beint til gríð­ar­legrar fjölg­unar erlendra rík­­­is­­­borg­­­ara á Íslandi, en stærstu hóp­­­arnir sem hingað flytja koma frá löndum þar sem kaþ­ólska kirkj­an er sterk. En hvernig gengur til að mynda að aðlaga trú­ar­menn­ingu sem þessa hér á landi?

Í þriðja lagi er fjallað um Deutsche Bank og vand­ræði hans. Kjarn­inn skýrði frá því að bank­inn hefði talið að „skað­leg umfjöll­un“ um sam­komu­lag sem hann gerði við Kaup­þing í lok árs 2016 myndi valda kerf­is­á­hættu fyrir heim­inn. Bank­inn fór sem sagt fram á algjöra leynd yfir inni­haldi sam­komu­lags vegna hins svo­kall­aða CLN-­máls. Mjög mik­il­vægt væri að inni­hald sam­komu­lags­ins myndi ekki koma fyrir augu almenn­ings og að ekki myndi spyrj­ast út hvað bank­inn hefði gert. Afleið­ing­arnar gætu valdið kerf­is­lægri áhættu gagn­vart efna­hag Þýska­lands, Evr­ópu­sam­bands­ins og heims­ins alls. 

Bára Huld Beck stýrir þætt­inum í dag en með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Birna Stef­áns­dótt­ir, blaða­mað­ur. Auglýsing
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019