Eftirköst Samherjamálsins, pólskur veruleiki á Íslandi og vinsældir Miðflokksins

Í þætti vik­unnar fer rit­stjórn Kjarn­ans yfir eft­ir­mála Sam­herj­a­máls­ins, mót­mæli og við­brögð. Hún veltir jafn­framt fyrir sér pólskum veru­leika á Íslandi og stökki Mið­flokks­ins í skoð­ana­könn­un.

Nú eru tvær vikur frá því að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu Sam­herj­a­skjöl­in. Í kjöl­farið hefur for­stjóri Sam­herja stígið til hlið­ar, tveir ráð­herrar í Namibíu hafa sagt af sér emb­ætt­i og annar þeirra hefur jafn­framt hand­tek­inn. Þá er málið til rann­sóknar hjá yfir­völdum í það að minnsta kosti þremur lönd­um.

Fjöl­mennur mót­mæla­fundur var hald­inn á Aust­ur­velli síð­asta laug­ar­dag en þar mættu á fimmta þús­und manns og kröfð­ust afsagnar Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, nýrrar stjórn­ar­skrár og að arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda lands­manna nýt­ist til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins.

Pól­verjar hafa búið á Íslandi til fjölda ára en í sumar fóru þeir yfir 20 þús­unda múr­inn og eru þeir lang­fjöl­menn­asti hópur inn­flytj­enda hér á landi. Þetta hefur í för með sér ýmsar sam­fé­lags­breyt­ing­ar, bæði fyrir fólkið sem fyrir er og þá sem koma.

Mið­flokk­ur­inn mæld­ist með 16,8 pró­sent í síð­ustu MMR könnun og er næst stærsti flokkur lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokknum sem hefur aldrei mælst með lægra fylgi í könnun MMR eða 18,1 pró­sent.

Birna Stef­áns­dóttir stjórnar þætt­inum og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.

Auglýsing
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019