Eftirköst Samherjamálsins, pólskur veruleiki á Íslandi og vinsældir Miðflokksins

Í þætti vik­unnar fer rit­stjórn Kjarn­ans yfir eft­ir­mála Sam­herj­a­máls­ins, mót­mæli og við­brögð. Hún veltir jafn­framt fyrir sér pólskum veru­leika á Íslandi og stökki Mið­flokks­ins í skoð­ana­könn­un.

Nú eru tvær vikur frá því að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu Sam­herj­a­skjöl­in. Í kjöl­farið hefur for­stjóri Sam­herja stígið til hlið­ar, tveir ráð­herrar í Namibíu hafa sagt af sér emb­ætt­i og annar þeirra hefur jafn­framt hand­tek­inn. Þá er málið til rann­sóknar hjá yfir­völdum í það að minnsta kosti þremur lönd­um.

Fjöl­mennur mót­mæla­fundur var hald­inn á Aust­ur­velli síð­asta laug­ar­dag en þar mættu á fimmta þús­und manns og kröfð­ust afsagnar Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, nýrrar stjórn­ar­skrár og að arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda lands­manna nýt­ist til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins.

Pól­verjar hafa búið á Íslandi til fjölda ára en í sumar fóru þeir yfir 20 þús­unda múr­inn og eru þeir lang­fjöl­menn­asti hópur inn­flytj­enda hér á landi. Þetta hefur í för með sér ýmsar sam­fé­lags­breyt­ing­ar, bæði fyrir fólkið sem fyrir er og þá sem koma.

Mið­flokk­ur­inn mæld­ist með 16,8 pró­sent í síð­ustu MMR könnun og er næst stærsti flokkur lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokknum sem hefur aldrei mælst með lægra fylgi í könnun MMR eða 18,1 pró­sent.

Birna Stef­áns­dóttir stjórnar þætt­inum og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.

Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021