Eftirköst Samherjamálsins, pólskur veruleiki á Íslandi og vinsældir Miðflokksins

Í þætti vik­unnar fer rit­stjórn Kjarn­ans yfir eft­ir­mála Sam­herj­a­máls­ins, mót­mæli og við­brögð. Hún veltir jafn­framt fyrir sér pólskum veru­leika á Íslandi og stökki Mið­flokks­ins í skoð­ana­könn­un.

Nú eru tvær vikur frá því að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu Sam­herj­a­skjöl­in. Í kjöl­farið hefur for­stjóri Sam­herja stígið til hlið­ar, tveir ráð­herrar í Namibíu hafa sagt af sér emb­ætt­i og annar þeirra hefur jafn­framt hand­tek­inn. Þá er málið til rann­sóknar hjá yfir­völdum í það að minnsta kosti þremur lönd­um.

Fjöl­mennur mót­mæla­fundur var hald­inn á Aust­ur­velli síð­asta laug­ar­dag en þar mættu á fimmta þús­und manns og kröfð­ust afsagnar Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, nýrrar stjórn­ar­skrár og að arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda lands­manna nýt­ist til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins.

Pól­verjar hafa búið á Íslandi til fjölda ára en í sumar fóru þeir yfir 20 þús­unda múr­inn og eru þeir lang­fjöl­menn­asti hópur inn­flytj­enda hér á landi. Þetta hefur í för með sér ýmsar sam­fé­lags­breyt­ing­ar, bæði fyrir fólkið sem fyrir er og þá sem koma.

Mið­flokk­ur­inn mæld­ist með 16,8 pró­sent í síð­ustu MMR könnun og er næst stærsti flokkur lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokknum sem hefur aldrei mælst með lægra fylgi í könnun MMR eða 18,1 pró­sent.

Birna Stef­áns­dóttir stjórnar þætt­inum og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.

Auglýsing
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020