Eftirköst Samherjamálsins, pólskur veruleiki á Íslandi og vinsældir Miðflokksins

Í þætti vik­unnar fer rit­stjórn Kjarn­ans yfir eft­ir­mála Sam­herj­a­máls­ins, mót­mæli og við­brögð. Hún veltir jafn­framt fyrir sér pólskum veru­leika á Íslandi og stökki Mið­flokks­ins í skoð­ana­könn­un.

Nú eru tvær vikur frá því að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu Sam­herj­a­skjöl­in. Í kjöl­farið hefur for­stjóri Sam­herja stígið til hlið­ar, tveir ráð­herrar í Namibíu hafa sagt af sér emb­ætt­i og annar þeirra hefur jafn­framt hand­tek­inn. Þá er málið til rann­sóknar hjá yfir­völdum í það að minnsta kosti þremur lönd­um.

Fjöl­mennur mót­mæla­fundur var hald­inn á Aust­ur­velli síð­asta laug­ar­dag en þar mættu á fimmta þús­und manns og kröfð­ust afsagnar Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, nýrrar stjórn­ar­skrár og að arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda lands­manna nýt­ist til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins.

Pól­verjar hafa búið á Íslandi til fjölda ára en í sumar fóru þeir yfir 20 þús­unda múr­inn og eru þeir lang­fjöl­menn­asti hópur inn­flytj­enda hér á landi. Þetta hefur í för með sér ýmsar sam­fé­lags­breyt­ing­ar, bæði fyrir fólkið sem fyrir er og þá sem koma.

Mið­flokk­ur­inn mæld­ist með 16,8 pró­sent í síð­ustu MMR könnun og er næst stærsti flokkur lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokknum sem hefur aldrei mælst með lægra fylgi í könnun MMR eða 18,1 pró­sent.

Birna Stef­áns­dóttir stjórnar þætt­inum og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck, blaða­mað­ur.

Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020