Kvikan: Ákveðið form af trúnaðarbresti hefur átt sér stað

„Auð­vitað er þetta ákveðið form af trún­að­ar­bresti. Ég reikna með því að það verði ekki erfitt að sann­færa þessa aðila um að það sé þörf á að hækka starfs­menn þeirra svipað og þeir fengu sjálf­ir. Þeir hljóta að vera sam­mála rök­un­um,“ segir Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), um launa­hækk­anir stjórn­enda stórra íslenskra fyr­ir­tækja sem voru langt umfram þær almennu launa­hækk­anir sem hans félags­menn sömdu um í fyrra. Gylfi, sem var fyrr í dag end­ur­kjör­inn í emb­ætti for­seta­ASÍ til tveggja ára á þingi sam­bands­ins, er gestur Kvik­unnar að þessu sinni.

Í þætti dags­ins fer Gylfi meðal ann­ars yfir kom­andi átöku á vinnu­mark­aði, versn­andi sam­skipti við stjórn­völd og óánægju innan raða aðild­ar­fé­laga ASÍ með for­ystu sam­bands­ins.

[caption id="attach­ment_10442" align="aligncenter" width="1024"]Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn í embætti forseta ASÍ í dag. Gylfi Arn­björns­son var end­ur­kjör­inn í emb­ætti for­seta ASÍ í dag.[/caption]

Hann telur það ekki hafa verið mis­tök að semja um 2,8 pró­sent launa­hækk­anir í des­em­ber í fyrra með það fyrir augum að ná stöð­ug­leika í sam­fé­lag­inu. Ákall hafi verið á meðal félags­manna hans um slíkan stöð­ug­leika og til að reyna að ná honum hafi þurft sam­stöðu allra sem að borð­inu koma. „Það verður bara að við­ur­kennast, að það tókst ekki í þetta sinn. Það var þannig að aðrir tóku sér meiri launa­hækk­an­ir.“

Þar vísar Gylfi í að ríki og sveit­ar­fé­lög hafi hækkað laun kenn­ara, leik­skóla­kenn­ara og háskóla­mennt­aðra starfs­manna langt umfram það sem samið var um í kjara­samn­ingum aðild­ar­fé­laga ASÍ. Auk þess hafi komið í ljós að mýmargir stjórn­endur íslenskra fyr­ir­tækja, meðal ann­ars í fjár­mála­geir­an­um, hafi upp­lifað launa­skrið langt umfram þá hækkun sem félags­mönnum Gylfa bauðst. Ský­laus krafa aðild­ar­fé­laga ASÍ í kom­andi kjarna­samn­ingum verður að félags­menn þeirra fái að njóta sam­bæri­legra hækk­anna.

Auglýsing
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019