Kvikan: Ákveðið form af trúnaðarbresti hefur átt sér stað

„Auð­vitað er þetta ákveðið form af trún­að­ar­bresti. Ég reikna með því að það verði ekki erfitt að sann­færa þessa aðila um að það sé þörf á að hækka starfs­menn þeirra svipað og þeir fengu sjálf­ir. Þeir hljóta að vera sam­mála rök­un­um,“ segir Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), um launa­hækk­anir stjórn­enda stórra íslenskra fyr­ir­tækja sem voru langt umfram þær almennu launa­hækk­anir sem hans félags­menn sömdu um í fyrra. Gylfi, sem var fyrr í dag end­ur­kjör­inn í emb­ætti for­seta­ASÍ til tveggja ára á þingi sam­bands­ins, er gestur Kvik­unnar að þessu sinni.

Í þætti dags­ins fer Gylfi meðal ann­ars yfir kom­andi átöku á vinnu­mark­aði, versn­andi sam­skipti við stjórn­völd og óánægju innan raða aðild­ar­fé­laga ASÍ með for­ystu sam­bands­ins.

[caption id="attach­ment_10442" align="aligncenter" width="1024"]Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn í embætti forseta ASÍ í dag. Gylfi Arn­björns­son var end­ur­kjör­inn í emb­ætti for­seta ASÍ í dag.[/caption]

Hann telur það ekki hafa verið mis­tök að semja um 2,8 pró­sent launa­hækk­anir í des­em­ber í fyrra með það fyrir augum að ná stöð­ug­leika í sam­fé­lag­inu. Ákall hafi verið á meðal félags­manna hans um slíkan stöð­ug­leika og til að reyna að ná honum hafi þurft sam­stöðu allra sem að borð­inu koma. „Það verður bara að við­ur­kennast, að það tókst ekki í þetta sinn. Það var þannig að aðrir tóku sér meiri launa­hækk­an­ir.“

Þar vísar Gylfi í að ríki og sveit­ar­fé­lög hafi hækkað laun kenn­ara, leik­skóla­kenn­ara og háskóla­mennt­aðra starfs­manna langt umfram það sem samið var um í kjara­samn­ingum aðild­ar­fé­laga ASÍ. Auk þess hafi komið í ljós að mýmargir stjórn­endur íslenskra fyr­ir­tækja, meðal ann­ars í fjár­mála­geir­an­um, hafi upp­lifað launa­skrið langt umfram þá hækkun sem félags­mönnum Gylfa bauðst. Ský­laus krafa aðild­ar­fé­laga ASÍ í kom­andi kjarna­samn­ingum verður að félags­menn þeirra fái að njóta sam­bæri­legra hækk­anna.

Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021