Kvikan: Ákveðið form af trúnaðarbresti hefur átt sér stað

„Auð­vitað er þetta ákveðið form af trún­að­ar­bresti. Ég reikna með því að það verði ekki erfitt að sann­færa þessa aðila um að það sé þörf á að hækka starfs­menn þeirra svipað og þeir fengu sjálf­ir. Þeir hljóta að vera sam­mála rök­un­um,“ segir Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), um launa­hækk­anir stjórn­enda stórra íslenskra fyr­ir­tækja sem voru langt umfram þær almennu launa­hækk­anir sem hans félags­menn sömdu um í fyrra. Gylfi, sem var fyrr í dag end­ur­kjör­inn í emb­ætti for­seta­ASÍ til tveggja ára á þingi sam­bands­ins, er gestur Kvik­unnar að þessu sinni.

Í þætti dags­ins fer Gylfi meðal ann­ars yfir kom­andi átöku á vinnu­mark­aði, versn­andi sam­skipti við stjórn­völd og óánægju innan raða aðild­ar­fé­laga ASÍ með for­ystu sam­bands­ins.

[caption id="attach­ment_10442" align="aligncenter" width="1024"]Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn í embætti forseta ASÍ í dag. Gylfi Arn­björns­son var end­ur­kjör­inn í emb­ætti for­seta ASÍ í dag.[/caption]

Hann telur það ekki hafa verið mis­tök að semja um 2,8 pró­sent launa­hækk­anir í des­em­ber í fyrra með það fyrir augum að ná stöð­ug­leika í sam­fé­lag­inu. Ákall hafi verið á meðal félags­manna hans um slíkan stöð­ug­leika og til að reyna að ná honum hafi þurft sam­stöðu allra sem að borð­inu koma. „Það verður bara að við­ur­kennast, að það tókst ekki í þetta sinn. Það var þannig að aðrir tóku sér meiri launa­hækk­an­ir.“

Þar vísar Gylfi í að ríki og sveit­ar­fé­lög hafi hækkað laun kenn­ara, leik­skóla­kenn­ara og háskóla­mennt­aðra starfs­manna langt umfram það sem samið var um í kjara­samn­ingum aðild­ar­fé­laga ASÍ. Auk þess hafi komið í ljós að mýmargir stjórn­endur íslenskra fyr­ir­tækja, meðal ann­ars í fjár­mála­geir­an­um, hafi upp­lifað launa­skrið langt umfram þá hækkun sem félags­mönnum Gylfa bauðst. Ský­laus krafa aðild­ar­fé­laga ASÍ í kom­andi kjarna­samn­ingum verður að félags­menn þeirra fái að njóta sam­bæri­legra hækk­anna.

Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020