Kvikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik, í hlaðvarpi Kjarnans, og fara Þórður Snær Júlíusson ritstjóri og Magnús Halldórsson blaðamaður, yfir ýmislegt sem Merkileg staða hefur skapast á fasteignamarkaði að undanförnu. Fasteignaverð er að hækka mikið, um 1,8 prósent í febrúar, og Landsbankinn er langsamlega stótækastur í lánum til húsnæðiskaupa.
Þá barst Vladímir Pútín í tal, og þær aðgerðir sem hann hefur gripið til svo að efnahagur Rússlands geti hugsanlega rétt úr kútnum.
Þá er rætt um róttækar breytingar á bankakerfum heimsins, og hvernig umræða um þær er að birtast hér á landi, meðal annars í málflutningi Frosta Sigurjónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.
Frumkvöðullinn Hilmar Gunnarsson er einnig til umræðu, en hann seldi nýverið fyrirtæki sitt til Autodesk.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.