Kvikan er nýr vikulegur hlaðvarpsþáttur Kjarnans um viðskipti- og efnahagsmál. Hann fer í loftið klukkan fjögur síðdegis á föstudögum, eftir lokun markaða. Umsjónarmenn eru Magnús Halldórsson blaðamaður og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Fyrstu gestir Kvikunnar eru Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrum ráðherra, og Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir, frá Nasdaq OMX Kauphöllinni á Íslandi.
Í þætti dagsins er rætt um ítarlega grein sem Gylfi skrifaði um íslensk efnahagsmál í síðustu útgáfu Kjarnans, og vakið hefur töluverða athygli. Þar er einnig farið yfir endurreisn íslensku kauphallarinnar eftir bankahrun, en íslenskur hlutabréfamarkaður þurrkaðist nánast út í kjölfar þess.
Hlustaðu á fyrsta þátt Kvikunnar í hlaðvarpi Kjarnans.