Það gætu mikil tíðindi verið framundan þegar kemur að rýmkun eða afnámi hafta. Hin falska veröld haftabúskaparins mun þá hverfa. Á sama tíma og þetta á sér stað hér á landi, eru Rússar í miklum vanda. Olían fellur, rúblan er í frjálsu falli og utanríkisráðherrar NATO ríkja stilltu sér upp gegn Pútín. Um þetta er rætt í Kvikunni, vikulegum þætti um efnahagsmál og viðskipti í hlaðvarpi Kjarnans.
Umsjónarmenn eru Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.