Olíuverðið hætti að falla eftir að olíumálaráðherra Sádí-Arabíu lýsti því yfir að verðfallið á olíu væri líklega bara tímabundin. Á sama tíma kom Vladímir Pútín fram á blaðamannafundi í Rússlandi og lýsti yfir mikilli óvissu í rússnesku efnahagslífi.
Á Íslandi hefur verðfallið á Íslandi jákvæð áhrif, en líka neikvæð, sérstaklega þegar kemur að viðskiptum við Rússland. Á sama tíma og þetta gengur yfir var verið að samþykkja fjárlög og sekta bankana um 1,6 milljarða króna.
Umsjónarmenn eru Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.