Fatið af olíu féll um sex prósent í gær og hefur lækkað um nærri 40 prósent frá því í júní. Þetta kallaði á stríðsfyrirsagnir norskra fjölmiðla í gær og í dag. Helstu efnahagssérfræðingar Noregs óttast mikla dýfu í gangi efnahagsmála í landinu. Á meðan er íslenska hagkerfið að hitna.
Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson spjölluðu um merkilega tíma í efnahagsmálunum.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.