Aðeins eru um tíu ár síðan hið alþjóðlega vísindasamfélag áttaði sig á því hversu alvarlegar afleiðingar súrnun sjávar gæti haft á lífríki jarðarinnar. Margt bendir til þess að súrnun sjávar við Ísland sé þegar orðin meiri og alvarlegri en víða annars staðar í heiminum. Í ljósi mikilvægis sjávarútvegs fyrir fyrir íslenska hagkerfið gæti súrnun sjávar hér við land haft alvarlegar afleiðingar þegar fram í sækir.
Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, er gestur Kvikunnar, vikulegs hlaðvarps um efnahagsmál og viðskipti í hlaðvarpi Kjarnans. Hún hlaut á dögunum hvatningarverðlaun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans.