Við lifum á tímum tæknibyltingar sem er að breyta öllu þegar kemur að fjölmiðlum, auglýsingageiranum og markaðsstarfi fyrirtækja. Erfitt er að segja hvernig þessi mál munu þróast á endanum, en það eru mikil tækifæri sem felast í samfélagsmiðlavæðingunni og dýpkun áhrifa internetsins á allt markaðsstarf og fjölmiðlun. Þetta segir Andrés Jónsson, almannatengill, markaðsmaður og frumkvöðull, en hann er gestur Kvikunnar, vikulegs hlaðvarps um efnahagsmál og viðskipti, í hlaðvarpi Kjarnans. Hann ræðir einnig um breytingar í atvinnulífinu og starfsmannamálum sem meðal annars tengjast þessum breytingum.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.