Kvikan: „Það er verið að misbjóða almenningi með svona stjórn“

„Það verður bara að segja hlut­ina eins og þeir eru. Núna árið 2015, sex og hálfu ári eftir að stjórn­mála­menn­irnir köst­uðu inn hvíta hand­klæð­inu með neyð­ar­rétti þegar allt var í klessu hjá þeim, þá geta þeir ekki komið sér saman um grund­vall­ar­at­riði í land­inu sem eru ekki eftir póli­tískum lín­um. Dæmi: hús­næð­is­kerf­i.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kviku vik­unn­ar.

Þegar verið sé að fara að stíga fyrstu skref í átt að losun hafta sé röð af risa­stórum deilu­málum á dag­skrá þings­ins, sem sé ótrú­leg staða. „Það er verið að mis­bjóða almenn­ingi með svona stjórn­.[...]Auð­vitað ætti allur fókus í þing­inu að vera á höft­un­um,“ segir Magnús Hall­dórs­son, annar þátt­ar­stjórn­andi Kvik­unnar í þætti dags­ins.

Þar fara hann og Þórður Snær Júl­í­us­son yfir stöðu hús­næð­is­mála, Leið­rétt­ing­una sem er farin að hækka skuldir okk­ar, sæstrengs­samn­ingur Norð­manna og hvað valdi því að Íslend­ingar séu ekk­ert að gera í þeim mál­um, skýrslu Frosta Sig­ur­jóns­sonar um betri pen­inga­kerfi, þá ömur­legu stað­reynd að karlar sitji í 81 af 87 æðstu stjórn­enda­störfum innan fjár­mála- og fjár­fest­inga­geirans og baka­tjalda­makk Seðla­bank­ans með kröfur á Spari­sjóða­bank­ann. Svo er aðeins farið yfir páska­hag­kerf­ið, sem veltir ótrú­legum fjár­hæð­um.

Gleði­lega páska!

Auglýsing
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019