Kvikan: Var forvitnilegt að vera inn í „miðju stormsins“

Um þessar mundir eru sex ár frá því að fjár­mála­mark­aðir heims­ins gengu í gegnum mestu og skörp­ustu lægð sem mynd­ast hefur á fjár­mála­mörk­uðum frá því í krepp­unni miklu. Tryggvi Björn Dav­íðs­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aða hjá Íslands­banka, var áður starfs­maður Barclays bank­ans í London og hafði ein­staka inn­sýn í það sem gekk á þegar hag­kerfi heims­ins nötr­uðu og bankar féllu um allan heim. Hann var í miðju storms­ins, ef svo má segja. „Þetta var mikil reynsla,“ segir Tryggvi Björn en hann er gestur í hlað­varps­þætt­inum Kvik­unni, sem aðgengi­legur er á vefnum og í Podcast straumi Kjarn­ans í Appi. Í þætt­inum ræðir hann meðal ann­ars um mun­inn á íslenska fjár­mála­mark­aðnum agn­arsmáa og síðan þeim breska.

tryggvibjorn_newrenderTryggvi Björn ræðir um end­ur­reisn skulda­bréfa- og hluta­bréfa­mark­að­ar­ins á Íslandi á þeim sex árum sem liðin eru frá hruni, og það mikla upp­bygg­ing­ar­starf sem enn er í gangi á íslenska fjár­mála­mark­aðn­um, sem hann segir að hafi um margt gengið vel. „Frá því að ég hóf störf hefur hluta­bréfa­mark­að­ur­inn farið úr því að vera 10 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu í 30 pró­sent, þannig að hann hefur þre­fald­ast. En hann er ennþá helm­ingi minni en hann þyrfti að vera, miðað við stöð­una í lönd­unum í kringum okk­ur,“ segir Tryggvi Björn.

Auglýsing
Vextir Seðlabankans óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.
Kjarninn 11. desember 2019
Stjórnendum fækkað úr 10 í 4 hjá Valitor
Fjórir stjórnendur hafa hætt störfum hjá Valitor að undanförnu, en félagið er nú í söluferli.
Kjarninn 11. desember 2019
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
TM ætlar að verða banki
Tryggingafélagið TM ætlar sér að skora stóru bankanna þrjá á hólm með því að hefja bankarekstur. Ekki verður stefnt að því að stofna alhliða banka heldur finna syllu á markaðnum.
Kjarninn 11. desember 2019
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019