Í Kvikunni fara Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson yfir það helsta úr heimi efnahagsmála og viðskipta. Að þessu sinni bar á góða þingkosningarnar í Grikklandi, verðhjöðnun á evrusvæðinu, lág íslensk verðbólga, fordæmalaus hrunmál fyrir dómstólum, minnisleysi manns með límheila, ásakanir Víglundar Þorsteinssonar, kjaradeilur, náttúrupassaverðir í neon-vestum, stóriðjusósíalismi sem virðist eiga undarlega marga fylgismenn í hægri flokkum og kjaradeilur.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.