Olía hefur fallið um 40 prósent í verði frá því í júní. Síðast þegar olía féll svona mikið í verði, á jafn skömmum tíma, þá var það í kringum hrunið á fjármálamörkuðum haustið 2008. Ýmislegt bendir til þess að heimsbúskapurinn sé að ganga í gegnum mikið ójafnvægi um þessar mundir, ef mið er tekið af umfjöllun virtustu erlendu fjölmiðla heimsins.
Þá hafa hagvaxtartölurnar á Íslandi einnig vakið undrun. Hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins var lítill sem enginn, eða 0,5 prósent. Allt talið um að hagkerfið sé búið að rétta úr kútnum virðist því ekki eiga við nein rök að styðjast - ef marka má tölur Hagstofu Íslands.
Um þetta er með annars rætt í Kvikunni í hlaðvarpi Kjarnans.
Umsjónarmenn eru Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.