Kvikan: Vill skoða að brjóta upp Mjólkursamsöluna

Ólafur Steph­en­sen, nýráð­inn fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, telur að það eigi að skoða hvort Sam­keppn­is­eft­ir­litið eigi að brjóta upp starf­semi Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar. Hann hefur átt sam­töl við þá litlu aðila sem eru í sam­keppni við Mjólk­ur­sam­söl­una og segir að það sé „kol­vit­laust að gera hjá þeim af því að neyt­endur eru einmitt að beina við­skiptum sínum í þessar vörur þessa dag­anna." Ólafur er gestur Kvik­unnar að þessu sinni.

[caption id="attach­ment_9145" align="aligncenter" width="1024"]oli steph Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans og annar umsjón­ar­maður Kvik­unn­ar, ásamt gesti dags­ins, Ólafi Steph­en­sen. Ólafur tók nýverið við starfi fram­kvæmda­stjóra Félags atvinnu­rek­enda.[/caption]

Í þætti dags­ins ræðir Ólafur meðal ann­ars vítt og breitt um það vernd­ar­kerfi utan um inn­lendan land­búnað og mat­væla­fram­leiðslu sem Íslend­ingar búa við. Hann seg­ir að rök­semd­ar­færslan um að kerfið tryggi fæðu­ör­yggi sé hol að innan og mjög ósann­fær­and­i. „Hvaða aðstæður geta komið upp þar sem það verður svo óskap­lega mik­il­vægt að við séum sjálfum okkur nóg um mat?  Drep­sótt, styrj­öld eða nátt­úru­ham­farir eða eitt­hvað álíka. Þá blasir það við að það verður ekki heldur hægt að flytja inn fóðrið, eða áburðn­in, eða vél­arnar eða olí­una sem inn­lendir fram­leið­endur þurfa til að búa til mat.“

Ólafur fer einnig yfir munin á Félagi atvinnu­rek­enda og öðrum sam­tökum í atvinnu­líf­inu, gjald­eyr­is­höft og áhrif þeirra á íslenskt atvinnu­líf, hversu galin lög um áfeng­is­aug­lýs­ingar eru, fjöl­miðla og ýmis­legt ann­að.

Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020