Kjaradeilur eru í algleymingi og alls óvíst hvernig leyst verður úr stórkostlega erfiðri stöðu mála. Þá er íslenski fjölmiðlageirinn að taka miklum breytingum, nú síðast með sameiningu Símans og Skjásins. Þrír gamlir félagar eru nú í framvarðasveit fjarskiptageirans, og fjölmiðlageiranum í leiðinni, þó í ólíkum hlutverkum séu. Björgólfur Thor Björgólfsson er eigandi Nova, að langmestu leyti, Orri Hauksson er forstjóri Símans og Heiðar Guðjónsson er stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Vodafone.
Í þætti dagsins var einnig rætt um áframhaldandi erfiðleika Grikkja og ýmislegt fleira merkilegt.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.