Í öðrum þætti Lestrarklefans er fjallað um smásögurnar, en í stysta mánuði ársins höfum við í Lestrarklefanum einbeitt okkur að knöppum texta smásagnanna.
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir les pistil um smásögur. Katrín Lilja ræðir við tvo mjög ólíka höfunda. Ævar Þór Benediktsson er helst þekktur sem barnabókahöfundur, en í raun eru "Þín eigin"- bækurnar hans ekkert annað er samofið smásagnasafn. Einnig er rætt við Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem sendi frá sér smásagnasafnið "Ástin Texas" fyrir jólin og hlaut fyrir það Fjöruverðlaunin.
Umsjón með þættinum hefur Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og ritsjórn var í höndum Katrínar Lilju Jónsdóttur.