Í mars hefur lestrarklefinn.is einbeitt sér að bókum sem á einhvern hátt fjalla um geðveiki. Geðveikin getur birst hvar sem er, hvort sem það er í valdafíkn, þunglyndi, kvíða eða sjálfshjálparbókum.
Í hlaðvarpsþætti mánaðarins spjallar Katrín Lilja við Hörpu Rún Kristjánsdóttur, bókmenntafræðing um geðveiki í bókmenntum, mismunandi birtingarmyndir og jafnvel tilgang geðveikinnar. Elísabet Jökulsdóttir, skáld og listakona situr fyrir svörum um sköpunarferlið og skáldskapinn. Að lokum ræðir Anna Margrét við Árnýju Ingvarsdóttur, annann útgefanda sjálfshjálparbóka fyrir börn þar sem börnunum er kennt að takast á við alls kyns sálræna kvilla.
Ritstjórn og klipping var í höndum Katrínar Lilju.