Í þessum þætti af Lestrarklefanum ræðir Anna Margrét við Ragnheiði Gestsdóttur og Katrín Lilja ræðir við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, sem báðar eru barnabókahöfundar og teiknarar. Við forvitnumst um hvað sé á vinnuborðinu hjá þeim, hvað er væntanlegt. Einnig fræðumst við um íslenskan barnabókamarkað og teikningar í barnabókum, en Lestarklefinn.is hefur síðasta mánuðinn rýnt í barnabækur
Erna Agnes flytur innilegan pistil um Blíðfinn og fimm börn lesa úr barnabókum. Það eru þau Íris Ósk Kjartansdóttir, Nikulás Elí Halldórsson, Theodór Leví Halldórsson, Eva Júlíana Bjarnadóttir og Stefán Noel Kvaran.
Lesari og klippari er Katrín Lilja