Í þessu níunda mannfræðihlaðvarpi er spjallað við Dr. Unni Dís Skaptadóttur, prófessor í mannfræði við HÍ, sem hefur m.a. stundað rannsóknir á stöðu kvenna í fiskiðnaði á Íslandi, en hún hefur fyrst og fremst stundað yfirgripsmiklar rannsóknir á stöðu og reynslu innflytjenda, einkum kvenna, í tengslum við vinnumarkaðinn á Íslandi og þær breytingar sem þar hafa átt sér stað, fyrir og eftir hrunið 2008. Eftir Unni Dís liggja viðamikil skrif, þar sem þættir eins og innflytjendur, farandfólk, hnattvæðing og þverþjóðleiki eru miðlægir.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.