Í fyrsta þætti Markaðsvarpsins er rætt við Pálma Guðmundsson, forstöðumann ljósvakamiðla hjá Símanum. Hann hefur yfir 25 ára reynslu og þekkingu á þessum markaði. Pálmi lýsir framtíðarsýn sinni um hvernig notkun sjónvarps verður árið 2025, hvernig þróunin hefur verið, ungu kynslóðinni, áherslum Skjásins, samkeppninni og stöðu RÚV á markaðnum. Umsjónarmenn eru Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson.
 
              
             
                
              
             
              
             
                
              
             
                
              
             
                
              
             
                
              
             
                 
              
          
 
              
          



