Jón Andri Sigurðarson, framkvæmdastjóri Stokks, er gestur Markaðsvarpsins en Stokkur sérhæfir sig í gerð appa (smáforrita). Jón Andri ræðir m.a. um þróunina, hvernig staðan er heima á Íslandi og hvar við stöndum í samanburði við erlendan markað. Í ljós kemur að íslensk fyrirtæki eiga mikla möguleika að nýta öpp betur til að efla ímynd og sölu.