Reglulega spretta upp umræður um ágæti svokallaðs CRM (Customer Relationship Management) eða stjórnun viðskiptatengsla. CRM gengur í hnotskurn um að halda betur í núverandi og ná í leiðinni í nýja viðskiptavini til að auka arðsemi fyrirtækja. Mörg fyrirtæki falla í þá gryfju að fjárfesta strax í CRM kerfi án þess að vera búin að greina þarfirnar. Haraldur Daði Ragnarsson, einn af eigendum markaðsstofunar Manhattan Marketing og stundakennari við HR, HÍ og Bifröst ræðir um hvað CRM gengur út á og hver ávinningurinn getur verið.
Haraldur Daði, Bjarki og Trausti rekja dæmisögur og velta fyrir sér hvernig við hér á Íslandi erum að standa okkur í notkun þessarar hugmyndarfræði.