Guðmundur Tómas Axelsson, markaðsstjóri Reiknistofu bankanna, er gestur Markaðsvarpsins. Hann fjallar um mikilvægi innri markaðsmála, sérstaklega þegar kemur að sameiningu fyrirtækja til að efla og viðhalda menningu og starfsmannaánægju. Samkvæmt Guðmundi eru innri markaðsmál mikilvægur hluti til að fá allt starfsfólk til að skilja og vinna eftir stefnu og markmiðum fyrirtækja.
Í þættinum er farið yfir ýmslar leiðir til að miðla upplýsingum og auka virkni starfsmanna til að byggja upp sterka fyrirtækjamenningu og hvað leiðir fyrirtæki eru að fara að nota í auknum mæli. Lögð er áhersla að hlusta á þarfir starfsmanna; ekki bara þarfir sem eru tengdar vinnu heldur einnig áhugamálum. Lögð er áhersla á gildisvinnu og rætt um hvernig þau voru innleidd hjá Reiknistofu bankanna. Einnig er komið inn á ungu kynslóðina sem er með öðruvísi þarfir og nálgast upplýsingar með öðrum hætti.