Páll Óskar er gestur Markaðsvarpsins þessa vikuna. Ákveðið var að ræða við Pál Óskar um hvernig honum hefur tekist að viðhalda og efla sitt vörumerki. Eins og flestir vita er hann með eitt þekktasta vörumerkið hér á landi. Geta markaðssérfræðingar nýtt sér þær leiðir sem Páll Óskar hefur tileinkað sér eða er ómögulegt að tengja persónu við vörumerki og nýta sér þær leiðir í markaðssetningu fyrirtækja?
Það kemur í ljós að það er ansi margt líkt. Til dæmis má nefna það hveru mikilvægt er að setja sér skýra sýn, aðlögun að markaðnum, vöruþróunina, greining tækifæra á markaðnum, framleiðsluferlið, dreifileiðir, útrásina, rafræna markaðssetningu, beina markaðssetningu, aðgreiningu á markaði, mat á mætti viðskiptavina og samkeppnina.
Palli ræðir um ferilinn og næstu 20 árin. Í þættinum er reynt að tengja þetta að einhverju leyti við heim markaðsfræðarinnar sem er bland af list og vísindum. Að lokum ræðir Páll Óskar pólitíkina og mat sitt á henni.