Markaðsvarpið ræðir við Ragnheiði Agnarsdóttur, framkvæmdastjóra einstaklingsráðgjafar og markaðsmála hjá TM. Þau Bjarki og Trausti ræða um nálgun TM til að aðgreina sig á markaði. Ragnheiður kynnir nýja vefinn timamot.is og hvernig sú leið hefur gengið fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Þau ræða einnig svokallað „content marketing“ og hvernig TM lítur á þá leið sem tækifæri til að klæðskerasauma betur skilaboð til ólíkra markhópa. Kröfur markaðarins eru að breytast með auknum áherslum á samfélagsmiðla og framtíðina á tryggingamarkaðinum.