Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslanagreiningar ehf., ræddi við Markaðsvarpið um smásölumarkaðinn á Íslandi. Fjallað er sérstaklega um hvar Ísland stendur, hvað þarf að hafa í huga og hvernig við getum aðgreint okkur betur á markaðnum. Einnig er rætt um ýmis dæmi þar sem vel hefur tekist til. Að lokum er fjallað um hugsanleg áhrif ef Costco kemur til landsins og góð ráð frá Kjartani um hvernig fyrirtæki á smásölumarkaði geta unnið vel að sínum málum í aukinni samkeppni.