Már Wolfgang Mixa, doktor í fjármálum, er gestur Bjarka Péturssonar og Trausta Haraldssonar í Markaðsvarpinu þessa vikuna. Að þessu sinni ræða þeir um verðstefnu fyrirtækja, bæði hér heima og erlendis. Þeir leita svara um hvað er að virka þegar kemur að verðstefnu fyrirtækja og hvort það sé hollt að keppa í verði eða ekki.
Enn fremur var rætt um ýmis dæmi hér heima og erlendis um fyrirtæki sem hafa getað keppt í verði en um leið breytt tekjulíkani sínu til að ná ákveðinni sérstöðu. Þá er farið um víðan völl og rætt um ýmsa þætti sem fyrirtæki eru að beita; eins og útsölur, tilboð og hvort það sé að skila sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Jafnframt er rætt um mikilvægi þess að fyrirtæki byggi upp sterka ímynd til að geta verið með hærri arðsemi.