Hvað er hægt að gera með Facebook? Rætt er um stafræna markaðsetningu í Markaðsvarpinu þessa vikuna. Gestur þáttarins er Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri SAHARA, en þar er lögð áhersla á sérhæfingu í markaðsetningu á samfélagsmiðlum. Umsjónarmaður þáttarins er Bjarki Pétursson.
Rætt var um hvað þarf að vera til staðar í rafrænni markaðssetningu á Facebook til að hún takist sem best, dæmi er að hafa þarf í huga hvernig vöru/þjónustu þú ert með í höndunum áður en markaðssetning hefst á Facebook. Mikilvægt er að setja upp skýra áætlun fram í tímann áður en þú byrjar að kynna þitt fyrirtæki á Facebook.
Dæmi um ávinning með Facebook er að hægt sé að nota huldupósta (dark post), skilaboð sem þú getur sent á ákveðinn hóp í stað allra og jafnvel prófað þig áfram með að vera með þrjár mismunandi útgáfur til að sjá hvaða leið virkar best áður en þú sendir á alla.
Sigurður leggur mikla áherslu á mælanleika árangurs og mikilvægi þess að geta tengt saman fjárfestingu á Facebook við sölu fyrirtækisins til að meta betur hvort að það eigi að auka eða minnka fjárfestingu til markaðsmála.
Komið er inn á Facebook Live þar sem hægt er að láta markhóp fá dýpri upplýsingar um ákveðin málefni eins og bein viðtöl þar sem notendur geta sent inn spurningar, horft á viðtal í beinni og svo framvegis.
Að lokum var rætt um framtíðarmöguleika með notkun Facebook sem sýnir hvað hugsanlega verður í boði og því mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera á tánum.