Markaðsstarf Domino's, bæði ég heima og erlendis, er til umfjöllunar í Markaðsvarpinu þessa vikuna. Anna Fríða Gísladóttir og Egill Þorsteinsson komu í heimsókn í hljóðver Kjarnans og ræddu þessi mál en þau starfa bæði að markaðsmálum Domino's. Rætt er um helstu áherslur þeirra, birtingar, samfélagsmiðla, hvað er að virka og hvað hefur ekki verið að virka. Þátturinn er í umsjá Trausta Haraldssonar og Bjarka Péturssonar.
Þá er fjallað um samstarf Domino's á Íslandi við alþjóðlegu keðjuna og hvernig ávinningurinn af því samstarfi hefur verið. Farið er yfir samkeppnina á markaði og mikilvægi þess að vera sífellt á tánum til að bregðast við og finna nýjar leiðir til að halda í þá stóru markaðshlutdeild sem Domino's hefur hér heima og stækka kökuna.