Markaðsvarpið ræðir um nýja nálgun til að koma skilaboðum á framfæri frá fyrirtækjum og vörumerkjum með aðstoð samfélagsmiðla. Ghostlamp einbeitir að sér að fá viðeigandi áhrifavalda til að búa til og deila efni á sínum samfélagsmiðlum um vörur og þjónustur til að skapa umtal.
Ghostlamp hefur hannað sérstakt forrit sem gerir fyrirtækjum kleift að búa til herferð á nokkrum mínútum og nær til yfir einnar milljón áhrifavalda um allan heim og sér kerfið um að finna líklegasta hópinn sem hefur áhuga á þinni vöru eða þjónustu til að koma henni enn betur á framfæri innan markhópsins.
Ghostlamp er nú þegar farið að vinna með fyrirtækjum erlendis eins og McDonalds og hér heima fyrir Lemon, Zo-On og fleiri. Jón Bragi Gíslason, framkvæmdastjóri og Alda Karen Hjaltalín, sölu- og markaðsstjóra Ghostlamp, eru gestir Trausta og Bjarka í Markaðsvarpinu.