Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri Datalab, er í viðtali í Markaðsvarpinu þessa vikuna. Datalab er nýtt íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að aðstoða við að finna verðmæti sem felast í gögnum fyrirtækja. Umsjónarmenn þáttarins eru Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson.
Rætt er um þann ávinning sem getur skapast með því að nota betur þau gögn sem fyrirtæki hér á Íslandi eiga nú þegar. Einnig er farið inn á nýjar reglur um persónuvernd sem taka gildi árið 2018 og hvað þarf að hafa í huga í tilliti til þeirra.
Brynjólfur ræðir um mismunandi lausnir sem stjórnendur fyrirtækja hafa nýtt sér við að nota núverandi gögn betur eins og að komast að því hvaða viðskiptavinir eru líklegastir til að hætta og bera kennsla á verðmætustu viðskiptavinina.