Myrka Ísland er nýr hlaðvarpsþáttur á Kjarnanum þar sem fjallað verður um myrka atburði Íslandssögunnar. Af nægu er að taka því Íslendingar eiga fjöldann allan af þjóðsögum um draugagang og kynjaskepnur. Eins verður fjallað um slys, glæpi, náttúruhamfarir eða hvað annað sem leynist í myrkum afkimum sögunnar.
Umsjónarmenn Myrka Íslands eru þær Sigrún Elíasdóttir og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, en þær hafa einnig gert hlaðvarpsþættina Þjóðlegir þræðir sem nutu töluverðra vinsælda.
Í þessum fyrsta þætti er létt spjall um samskipti Íslendinga við álfa og hvað ber helst að varast í þeim.