Viðskiptaráð gaf nýverið út skýrsluna „Leiðin að aukinni hagsæld“ sem fylgir á eftir McKinsey-skýrslunni víðfrægu frá 2012. Í samtali við Kristinn og Jökul í nýju hlaðvarpi, fjallar Björn Brynjúlfur frá Viðskiptaráði Íslands um mikilvægi vaxtar í alþjóðageirans fyrir hagvöxt á Íslandi til framtíðar, því aðrar atvinnugreinar geti ekki vaxið ótakmarkað.
Norðurskautið er nýr þáttur í Hlaðvarpi Kjarnans um málefni tengd tækni, nýsköpun og viðskiptum. Þátturinn er á dagskrá annan hvern laugardag í haust. Umsjónarmenn þáttarins eru Kristinn Árni L. Hróbjartsson, sem hefur síðastliðin misseri skrifað um málefni sprota á vefnum Northstack.is (áður Nordurskautid.is) og Jökull Sólberg Auðunsson, einn stofnenda Takumi, sem lengi hefur verið viðriðinn sprotasenuna á Íslandi.