Á síðustu misserum hefur fjármögnun sprotafyrirtækja á Íslandi aukist, m.a. með tilkomu sprotasjóða í fyrra.
En er einhver ástæða fyrir því að fólk í fyrirtækjahugleiðingum ætti að stofna fyrirtækið sitt hérlendis? Eru aðstæður hagkvæmar? Er nóg af mannauð til að taka þátt í uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja?
Í Norðurskautinu taka Kiddi og Jökull fyrir umhverfi Íslands fyrir sprotafyrirtæki, velta upp mögulegum atriðum sem hvetja til framtaks hérlendis, og skoða hvað mætti betur fara. Þeir rýna og ræða allt frá fjármögnun til mannauðs til lagaumhverfis og aðgerða stjórnvalda.