Gögn um þátttöku í ýmsu tengdu sprotageiranum sýna að hugsanlega fer áhugi á sprotastarfi dvínandi. Síðustu vikur hefur vefmiðillinn Northstack birt greinar þar sem þessi gögn hafa verið skoðuð. Þar var bent á að þátttaka í Gullegginu hefur dalað mikið síðan 2014, fjárfestingahreyfingar verið mjög hægar undanfarið hálfa árið og fleira.
Uppúr því spunnust umræður hjá Jökli og Kidda um sprotageirann, stemminguna, hvernig hann er að þróast, Netflix og sturlaða app-hugmynd um „dating app“ sem er samt líka kirkja.