Í fimmta þættinum af Punktur Punktur förum við aðeins út fyrir heim teiknara og grafíkera og fáum að kynnast lífi og starfi ljósahönnuðar hjá RÚV. Guðmundur Atli Pétursson hefur tæplega tveggja áratuga reynslu af framleiðslu sjónvarpsefnis og hann segir okkur frá því hvernig hann, ásamt stóru teymi annarra innan veggja ríkissjónvarpsins, setur stemninguna á setti og veitir áhorfendum heima í sófa dýpri upplifun og skemmtun, því án lýsingar væri engin mynd!
Meira handa þér frá Kjarnanum