Pétur Skúlason Waldorff er viðmælandi vikunnar. Pétur er fæddur 1. júlí 1979 í Reykjavík en hefur búið á Íslandi, í Angóla, Svíþjóð, Frakklandi og Kanada og dvalið hér og þar við rannsóknir m.a. í Malaví, Mósambík, og Tansaníu.
Hann lauk BA námi í mannfræði við Háskóla Íslands árið 2003, MA prófi í mannfræði frá McGill University í Montreal í Kanada 2006 og svo doktorsnámi í mannfræði frá sama skóla 2015.
Áhugasvið Péturs eru heimsmálin, fallegt og spennandi umhverfi, veiði og ferðalög.
Hann hefur starfað sem akademískur rannsakandi, stundakennari og verkefnastjóri en í dag vinnur hann í utanríkisráðuneytinu og gegnir stöðu varafastafulltrúa Íslands gagnvart OECD í París.