Í þessum þætti er rætt við Árdísi Kristínu Ingvarsdóttur sem skilgreinir sig sem félagsfræðing með mannfræðilegan bakgrunn. Árdís segir frá lífi sínu, hvað leiddi til þess að hún ákvað að hefja mannfræðinám og áföllum sem hún varð fyrir á meðan náminu stóð.
Þá segir hún einnig frá upplifun sinni sem mannfræðinemi á vettvangi en hún varði 16 mánuðum í Grikklandi á árunum 2014-2015, auk átta mánaða viðveru árið 2012, fyrir doktorsverkefni sitt í félagsfræði.
Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga um það sem þeir eru að rannsaka. Einnig verður rætt við erlenda fræðimenn þegar færi gefst. Umsjónarfólk hlaðvarpsins eru Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Kristján Þór Sigurðsson og Sandra Smáradóttir.